INTERACT opnar fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í INTERACT fyrir árið 2026.
Umsóknarfrestur er til klukkan 16.00 þann 13. júní nk. og er verkefnið tileinkað því að styðja við vísindamenn sem eru að taka sín fyrstu skref á sínum starfsferli.

INTERACT veitir ókeypis aðgang að rannsóknarstöðvum víðsvegar um heimskautin tvö, þar á meðal Þekkingarsetri Suðurnesja í Suðurnesbæ og greiðir fyrir ferðakostnað og flutningskostnað að andvirði allt að 15.000 evrum.

INTERACT gerir ráð fyrir að styrkja allt að þrjár rannsóknartillögur í þessu fyrsta ákalli.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér:

Þekkingarsetur Suðurnesja hvetur alla upprennandi vísindamenn til að kanna málið og sækja um.

Þekkingarsetrið sat fyrir í Nature

Nú nýverið heimsótti ítalski ljósmyndarinn Gianmarco Di Costanzo Þekkingarsetur Suðurnesja með það að markmiði að festa á filmu ýmis dagleg störf í náttúru- og félagsvísindum á Íslandi.

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og kom til vegna rannsókna ítalska sjávarlíffræðingsins Lorenzo  Cozzolino sem dvaldi í Þekkingarsetrinu í vetur við rannsóknir sínar á bogkrabba. Þeir Lorenzo og Gianmarco ræddu við ýmsa aðila um stefnur og strauma, náttúru og menn.

Á meðfylgjandi myndum má sjá fugla- og líffræðing Þekkingarseturs Suðurnesja, Sölva Rúnar Vignisson að störfum þar sem hann segir og sýnir frá rannsóknum sínum á mávum og hvernig fuglaflensa berst milli heimsálfa, hvað ber að varast og hafa í huga á komandi árum til að fyrirbyggja stökkbreytingar og frekari skaða af flensu sem mörgum gengur erfiðlega að skilja þessa dagana.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur myndirnar og umfjöllunina og ekki síst störf okkar hér í Þekkingarsetrinu og störf Sölva Rúnars Vignissonar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nature (@nature_the_journal)

Lóan er komin!

Við vekjum athygli á að umsóknir í Lóu-nýsköpunarsjóð eru opnar þessa dagana.

Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið hér