Námskeið

IMG_3441
Þekkingarsetur Suðurnesja mun í samstarfi við fræðslu- og menntastofnanir, standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum sem tengjast starfssviði setursins og stoðstofnana þess. Fyrstu námskeiðin voru haldin vorið 2013 í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja að Garðvegi 1, Sandgerði nema að annað sé tekið fram í námskeiðslýsingu.

Námskeið á haustönn 2018 og vorönn 2019:
Sveppir og sveppatínsla – Fimmtudaginn 13. september 2018 frá kl. 20:00-21:30

Fjallað verður um helstu sveppi í íslenskri náttúru sem má nýta til matar, söfnun, meðhöndlun og geymslu þeirra. Sagt verður frá tíu bestu sveppunum og hvar þá er helst að finna. Einnig verður fjallað um eitraða sveppi og þá sem ber að varast.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, grasa- og garðyrkjufræðingur

Verð: 3.000 kr.

Skráningu lokið.

Mat- og kryddjurtaræktun – Þriðjudaginn 9. apríl 2019 frá kl. 20:00 – 22:00

Fjallað verður um sáningu, uppeldi, útplöntun og umhirðu helstu mat- og kryddjurta. Farið verður í staðsetningu matjurtagarðsins, jarðveg og áburðargjöf og hvaða plöntur eru vænlegar til árangurs í heimagarðinum.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, grasa- og garðyrkjufræðingur

Verð: 3.000 kr.

Skráning