Náttúrustofa Suðvesturlands

Markmið og hlutverk

Náttúrustofa Suðvesturlands er ein af 8 nátttúrustofum landsins. Hún er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Umdæmi Náttúrustofu Suðvesturlands er hið svokallaða “landnám Ingólfs” sem nær frá Hvalfjarðarbotni, um Þingvallavatn, niður Sogið og til ósa Ölfusár.

Allar náttúrustofur landsins hafa myndað með sér samtök sem þau kalla Samtök Náttúrustofa og hver og ein þeirra er leggur áherslu á sitt sérsvið. Sérsvið Náttúrustofu Suðvesturlands er vistfræði fjöru og stranda.

Mávur

Náttúrustofur starfa skv. lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Í 11. gr. laganna segir að helstu hlutverk náttúrustofu séu:

a) að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar,
b) að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga,
c) að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni,
d) að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila,
e) að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7.gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.
Starfsfólk

Dr. Sindri Gíslason
Forstöðumaður
Líffræðingur (Ph.D.)
Sími/Tel.: (+354) 423-7458

 


Anna B. Másdóttir            Joana Micael           Ólafur Páll Jónsson
Líffræðingur                      Líffræðingur               Jarðfræðingur