Fróðleiksfúsi á náttúrusal

KrabbinnÁ efri hæð Þekkingarsetursins er að finna náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Gaman er að flétta fjöru- eða tjarnaferð saman við heimsókn á náttúrusýninguna. Þá er smádýrum safnað í fjörunni og þau svo skoðuð í víðsjá á sýningunni. Heilmikinn fróðleik er að finna í bókakosti Þekkingarsetursins sem staðsettur er á Náttúrusýningunni.

Nýjasti íbúi náttúrusýningarinnar, sem staðið hefur frá árinu 1995, er Fróðleiksfúsi. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt spjaldtölvuforrit sem einblínir á að kenna ungum sem öldnum ýmislegt fróðlegt um dýr og vistkerfi íslenskrar náttúru. Fróðleiksfúsi, Vísindalinda, Reyn, Rýn, Lína appelsína og Rostungulli taka öll vel á móti ykkur en forritið er nú aðgengilegt bæði á íslensku og pólsku. 

Fróðleiksfúsi hlaut styrki úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Suðurnesjabæjar, Samfélagssjóði HS Orku og hefur komist á laggirnar í góðu samstarfi við hönnunarfyrirtækið Jökulá og Háskólann í Reykjavík.