Náttúrusýning

KrabbinnÁ efri hæð Þekkingarsetursins er að finna náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Gaman er að flétta fjöru- eða tjarnaferð saman við heimsókn á náttúrusýninguna. Þá er smádýrum safnað í fjörunni og þau svo skoðuð í víðsjá á sýningunni. Heilmikinn fróðleik er að finna í bókakosti Þekkingarsetursins sem staðsettur er á Náttúrusýningunni.