Fræðsla

IMG_5818
Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á fræðslu fyrir skólahópa og almenning í náttúrufræði og tengdum greinum. Hjá setrinu eru tvær sýningar sem eru fróðleg og skemmtileg viðbót við kennslu á öllum skólastigum, til dæmis í náttúrufræði, sögu og frönsku. Annars vegar er um að ræða náttúrugripasýningu, sem tilvalið er að flétta útikennslu og vettvangsnám saman við, og hins vegar sögusýninguna Heimskautin heilla. Hér má fá frekari upplýsingar um fræðslu fyrir skólahópa.

Eitt af hlutverkum Þekkingarsetursins er að auka menntunarmöguleika á svæðinu, meðal annars í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Setrið býður reglulega upp á fjölbreytt og skemmtileg símenntunarnámskeið í tengslum við starfssvið sitt. Lesið um næstu námskeið hér.