Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á tvo sali sem hægt er að leigja fyrir fundi og aðrar uppákomur, Náttúrusalinn og Sögusalinn.
- Sögusalurinn tekur 56 manns í sæti á sjö aðskildum borðum.
- Náttúrusalurinn tekur allt að 25 manns í sæti.
Aðgangur að skjávarpa og þráðlausu neti er innifalinn í verði. Gestir hafa aðgang að eldhúsi og leirtaui og geta komið með veitingar og borðað á staðnum. Hægt er að fá gasgrill til afnota gegn vægu gjaldi.
Sendið póst eða hringið í síma 423-7555 til að fá frekari upplýsingar.