Gistiaðstaða

Boðið er upp á gistingu fyrir vísindamenn og nema sem eru við tímabundin störf í setrinu. Fimm þriggja manna herbergi auk eins tveggja manna herbergis eru til staðar ásamt sameiginlegu eldhúsi, salernum, sturtuaðstöðu, þvottavél og þurrkara. Ef von er á stærri hópum getum við veitt aðstoð við að finna viðbótar gistingu.

 

Sendið póst eða hringið í síma 423-7555 til að fá frekari upplýsingar.