Umhverfið

Loftmynd
Loftmynd af Þekkingarsetri Suðurnesja
Þekkingarsetur Suðurnesja er staðsett í rúmlega 1400 fermetra húsnæði á Garðvegi 1 í Sandgerði. Húsið er staðsett í útjaðri bæjarins, við höfnina, og því í mikilli nálægð við hafið. Fjörur, tjarnir og óspillt náttúra eru í næsta nágrenni og umhverfið kjörið til rannsókna og athugana tengdum náttúrufræði.