Heimsókn í Þekkingarsetursins býður upp á skemmtilega viðbót við náttúrufræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum en einnig sem fræðandi og skemmtileg dægradvöl.
Nemendahópar geta ýmist heimsótt sýningar setursins einar og sér eða bætt við fjöru – og tjarnarferðum við heimsóknina, skoðað sýni og fengið ítarlega fræðslu um hvað sé þar að finna. Ýmsum smádýrum er þá safnað og þau skoðuð í víðsjá í Þekkingarsetrinu. Nemendur fá auk þess fræðslu um þau dýr og muni sem er að finna á sýningunum en þessa dagana er unnið að útfærslu á gagnvirkum fróðleik sem kallast Fróðleiksfúsi, sem ætti að gleðja.
Kennarar geta óskað eftir að fjallað sé sérstaklega um ákveðna þætti náttúrufræðinnar, í samræmi við námsefnið í skólanum hverju sinni.
Nemendur geta einnig komið með nesti og borðað það á staðnum auk þess sem hægt er að fá gasgrill til afnota gegn vægu gjaldi.
Sendið póst á thekkingarsetur@thekkingarsetur.is eða hringið í síma 423-7555 fyrir frekari upplýsingar.