Þekkingarsetrið sat fyrir í Nature

Nú nýverið heimsótti ítalski ljósmyndarinn Gianmarco Di Costanzo Þekkingarsetur Suðurnesja með það að markmiði að festa á filmu ýmis dagleg störf í náttúru- og félagsvísindum á Íslandi.

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og kom til vegna rannsókna ítalska sjávarlíffræðingsins Lorenzo  Cozzolino sem dvaldi í Þekkingarsetrinu í vetur við rannsóknir sínar á bogkrabba. Þeir Lorenzo og Gianmarco ræddu við ýmsa aðila um stefnur og strauma, náttúru og menn.

Á meðfylgjandi myndum má sjá fugla- og líffræðing Þekkingarseturs Suðurnesja, Sölva Rúnar Vignisson að störfum þar sem hann segir og sýnir frá rannsóknum sínum á mávum og hvernig fuglaflensa berst milli heimsálfa, hvað ber að varast og hafa í huga á komandi árum til að fyrirbyggja stökkbreytingar og frekari skaða af flensu sem mörgum gengur erfiðlega að skilja þessa dagana.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur myndirnar og umfjöllunina og ekki síst störf okkar hér í Þekkingarsetrinu og störf Sölva Rúnars Vignissonar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nature (@nature_the_journal)

Lóan er komin!

Við vekjum athygli á að umsóknir í Lóu-nýsköpunarsjóð eru opnar þessa dagana.

Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið hér

 

 

Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði

Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri ÞS tók við styrknum við hátíðlega athöfn í Hljómahöll þann 17.janúar sl. 

Árið fer vel af stað í Þekkingarsetri Suðurnesja en nú nýverið hlaut setrið styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ þann 17. janúar sl.

Þekkingarsetrið hlaut alls 1,5 m.kr. til að koma verkefninu af stað en verkefnið og aðstaðan verður kynnt innan sem utan allra háskóla á Íslandi á komandi misserum. Þekkingarsetur Suðurnesja hefur til margra ára verið leiðandi í fræðslu til skólahópa á öllum skólastigum í verklegri sem og bóklegri kennslu á sviði náttúruvísinda.

Markmið Háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja er að auka áherslu á þjónustu við háskólanema á Suðurnesjum, bæði hvað varðar námsaðstöðu en einnig nýjar leiðir í vettvangsnámi sem háskólar landsins geta nýtt fyrir framhaldsnema í náttúrufræðum og tengdum greinum.

Við hlökkum til að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu og hvetjum alla íbúa Suðurnesja, sem og aðra að kynna sér háskólanám sem í boði er á landinu. Af nægu er að taka.