Ársfundur Samtaka Þekkingarsetra fór fram í vikunni

Frétt tekin af vef Háskólasamfélags Suðurlands:

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.

Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa verið svo síðan 2018, með tilheyrandi óvissu í rekstri.

Til þingsins voru jafnframt boðaðir fulltrúi ráðuneytisins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, auk eigenda setranna og aðstandenda. Á málstofunni voru erindi frá Ingunni Jónsdóttur formanni SÞS og framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands, Þorvari Árnasyni forstöðumanni Rannsóknarstofnunar Hí á Hornafirði og Tryggva Hjaltasyni stjórnarformanni Þekkingarseturs Vestmannaeyja auk erindis frá Áslaugu Örnu ráðherra.

Í framhaldinu af erindunum voru settar upp pallborðsumræður sem í voru auk ráðherra, Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra HÍ og stjórnarkona í Háskólafélaginu, Austurbrú og Þekkingarsetri Vestmannaeyja; Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingkona Suðurkjördæmis og Teitur Björn Einarsson þingmaður Norðvestur kjördæmis.

Góður rómur var gerður að erindunum, sem og góðum og málefnalegum umræðum í pallborði. Félagar í Samtökum þekkingarsetra tóku með sér góðan stuðning og skilning á mikilvægi þeirrar vinnu sem unnin er á þeirra vegum og þakkar öllum þátttakendum fyrir komuna og innleggin.

Hér má hlýða á erindi Ingunnar Jónsdóttur / Samtök Þekkingasetra – Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri HfSU

Hér má hlýða á erindi Þorvarðar Árnasonar 

Fleiri erindi má finna hér 


Þekkingarsetur Suðurnesja þakkar kærlega fyrir móttökurnar á Selfossi

Tjaldarannsóknir í Iceland Review

 

Í nýjasta tölublaði Iceland Review má lesa stórfenglega umfjöllun um rannsóknir Sölva Rúnars Vignissonar, líffræðings hjá Þekkingarsetri Suðurnesja á fuglategundinni  Haematopus ostralegus (tjaldi).

Sölvi hefur um árabil rannsakað ferðalög, heilsu og hagi þessa áhugaverða fugls og hefur skapast mikil umræða um tjaldinn og farfugla á Suðurnesjum í kjölfarið.

Tímaritið Iceland Reveiw fylgdi Sölva eftir ásamt ljósmyndara fyrr í sumar og náðust vægast sagt fallegar myndir til að fylgja þessari áhugaverðu frásögn.

 

 

Greinina, sem kallast “To Catch An Oystercatcher” má lesa í heild sinni hér 

 

Lokað yfir helgina

Þekkingarsetur Suðurnesja verður lokað yfir komandi helgi (5. og 6.ágúst nk.) auk þess sem lokað verður á frídegi versliunarmanna þann 7.ágúst nk. sömuleiðis.

Sýningar seturssins hafa vaxið og dafnað á árinu svo um munar og hafa nýir munir bæst við sýninguna Heimskautin heilla auk þess sem gagnvirka fræðsluverkefnið Fróðleiksfúsi mun verða gestum opið næsta sumar en til mikils er að hlakka. Verður verkefnið kynnt sérstaklega í haust.

Við minnum á að sýningar okkar eru lokaðar yfir vetrartímann eða frá og með 1.september nk. en alltaf er hægt að hafa samband í s. 423-7555 eða í gegnum tölvupóst thekkingarsetur@thekkingarsetur.is ef hugað er að heimsókn utan opnunartíma.

Njótið verslunarmannahelgarinnar

The exhibitions of the Sudurnes Science & Learning Center will be closed this weekend and the following Monday (5th – 7th of August). 
See you on August 8th!