Markmið og hlutverk
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var formlega stofnað árið 2004. Rannsóknasetrið er vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög á Suðurnesjum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.
Meginhlutverk Háskólasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Suðurnesjum með því að:
- stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur er, í tengslum við grunn- og framhaldsnám, og stuðla að því að haldin verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið í Háskólasetrinu,
- efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum
- efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru Suðurnesja og á náttúru Íslands
- stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er að sinna á Háskólasetrinu.
Helstu verkefni
Rannsóknir Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum tengjast einkum lífríki sjávar.
- Grjótkrabbi við Ísland
- Mat á svörum lífvera gagnvart mengun
- Útbreiðsla botndýra á Íslandsmiðum
- Vernduð svæði í sjó við Ísland
- Rannsóknir á líffræði marglyttna við Ísland
- Áhrif tófu á varphætti sílamáfs
- Lifnaðarhættir blettahníðings
Starfsfólk
Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
Forstöðumaður
Sjávarlíffræði og eiturefnavistfræði (Ph.D.)
Sími/Tel.: (+354) 525-5226
Hermann Dreki Guls
Líffræðingur
Sími/Tel.: (+354) 423-7870
Sandra Dögg Georgsdóttir
Starfsmaður
Starfslið Háskólasetursins eru þeir háskólakennarar og nemendur sem aðstöðu hafa í setrinu hverju sinni og þeir fræðimenn sem stjórn Háskólasetursins býður starfsaðstöðu hverju sinni. Eftirfarandi kennarar, sérfræðingar og framhaldsnemar við Háskóla Íslands hafa starfað í lengri eða skemmri tíma við rannsóknir á Háskólasetrinu (frá 2009):
- Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði
- Guðmundur V. Helgason, sérfræðingur
- Ó. Sindri Gíslason, sérfræðingur
- Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi (í samstarfi við Hafrannsóknarstofnunina)
- Fannar Þeyr Guðmundsson, meistaranemi
- Marinó Fannar Pálsson, meistaranemi
- Ásdís Ólafsdóttir, meistaranemi