Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á fyrsta flokks rannsóknaaðstöðu sem felur meðal annars í sér aðgengi að hreinum borholusjó og einstaka möguleika á rannsóknum í sjávarlíffræði og tengdum greinum.
Þrjú blautrými með rennandi sjó og ker af ýmsum stærðum eru á staðnum og eru þau meðal annars notuð til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski. Borholusjórinn hefur stöðugt hitastig og seltu allt árið (9,5°C og 32 psu) en hægt er að breyta hita (0-25°C) og seltu (0-32 psu) sjávarins í tilraunastofunum sem býður upp á ýmsa möguleika í rannsóknum.
Smádýragreiningastöð Þekkingarsetursins tekur meðal annars að sér greiningar á sjávardýrum, magainnihaldi fugla og fiska, skönnun svifsýna og kornastærðarmælingar. Verkefnin eru ýmist eigin rannsóknaverkefni eða útseld þjónustuverkefni.
Hér má sjá kynningarmyndband þar sem fjallað er um rannsóknaaðstöðu og þjónustu setursins og stoðstofnana þess. Sendið póst á Þekkingarsetur Suðurnesja eða hringið í síma 423-7555 til að fá frekari upplýsingar.