Unnur Sara Eldjárn á Bæjarhátíð

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn kemur fram í Þekkingarsetrinu ásamt undirleikara sunnudaginn 28.ágúst nk. klukkan 15.00. 

Tónleikarnir eru liður í Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, sem fram fer dagana 22. – 28.ágúst nk.  

Unnur Sara Eldjárn syngur franska 60’s perlur ásamt gítarleikaranum Daníel Helgasyni. Tónlistina má finna á tveimur breiðskífum sem hafa komið út á síðustu árum, „Unnur Sara syngur Gainsbourg” (2018) og „Bisous” (2020) en þar má heyra vinsæl lög frá sixties tímabilinu í Frakklandi frá flytjendum og höfundum á borð við Serge Gainsbourg, Françoise Hardy, France Gall og fleirum.

Tónlist Unnar er komin með yfir 2.000.000 streymi á Spotify og er einna vinsælust í Bandaríkjunum, Indónesíu og Filippseyjum. Poppsmellurinn “Zou Bisou Bisou” af hennar nýjustu plötu vakti jafnframt athygli á Íslandi í fyrra með langri setu á vinsældalista Rásar 2.

Hún er nú búsett í Suður – Frakklandi og vinnur í nýju sólóefni undir listamannsnafninu Sara Océan.

Notalegur söngur Unnar Söru í bland við skemmtilegar sögur af flytjendum og höfundum laganna hjálpar til við að færa okkur örlítið nær skemmtilegu tungumáli og menningu þessarar nágranna og vinaþjóðar okkar Íslendinga á sama tíma og hægt verður að njóta sýningarinnar um „Pourquoi – pas?” skipið sem fórst við Íslandsstrendur árið 1936.

Tónleikarnir eru í boði Suðurnesjabæjar og styrktir af Starfslaunum listamanna og er aðgangur ókeypis

Frítt verður inn á sýningar Þekkingarsetursins þennan dag og er opið frá 13 – 17 og er því vænlegt að kíkja við.

Það er jafnvel að það verði kaffi og eitthvað með því…

Einnig verður hægt að skella sér í ratleik um nærsvæðið en allar upplýsingar um hann er að finna hér