Þekkingarsetrið á samfélagsmiðlum

Nú hefur Þekkingarsetrið opnað reikninga á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter og hvetjum við áhugasama að fylgja setrinu þar fyrir ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt.

Auk þess hefur einnig verið settur sérstakur Þekkingarklúbbur Suðurnesja á laggirnar innan okkar veru á Facebook.

Þar mun gestum gefast kostur á að hafa áhrif á þá kynningar – og fræðslustarfsemi sem fram fer í setrinu yfir vetrartímann og verður meðlimum hópsins m.a. boðinn forgangur á skráningu í kynningar og aðra fræðslu auk annarra kjöra.

Það er gífurlega margt spennandi og fjölbreytt framundan hjá okkur í Þekkingarsetri Suðurnesja og hvetjum við ykkur öll til að fylgjast vel með.

Takk fyrir innlitið!