Ratleikurinn Fjör í fjörunni

P1000267
Hér í Þekkingarsetrinu erum við með í boði skemmtilegan fjölskylduratleik sem kallast ,,Fjör í fjörunni.‘‘ Ratleikurinn fer fram utandyra og er markmiðið að finna ýmsa hluti og staði í náttúrunni út frá gefnum vísbendingum.

Þegar ratleikurinn hefst þarf að hafa í huga að vísbendingarnar er að finna í Sandgerði og nágrenni Sandgerðis og þess vegna þurfa þátttakendur að vera á bíl og með myndavél meðferðis til þess að geta tekið þátt.

Þátttaka í fjölskylduratleiknum kostar aðeins 1.000 kr. og er aðgangur að sýningum Þekkingarsetursins innifalinn. Ef allt reynist rétt er glaðningur í boði.

Sýningar setursins eru opnar frá kl. 13-17 um helgar í sumar og frá kl. 10-16 á virkum dögum. Hlökkum til að sjá ykkur!