Stofnun Samtaka þekkingarsetra

Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Þekkingarsetur Suðurnesja er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu samtök hafa þann tilgang að efla samvinnu setranna á landsbyggðinni, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og efla skilning á mikilvægi starfseminnar.

 

Sumaropnun sýninga Þekkingarsetursins

Sumaropnun sýninganna hér í Þekkingarsetrinu hefst laugardaginn 9. maí og verður þá opið frá kl. 13-17 um helgar og frá kl. 10-16 á virkum dögum. Sýningarnar eru lokaðar á lögboðnum frídögum og um verslunarmannahelgina. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar 🙂
 
Our exhibitions will open for the summer on Saturday May 9th. The opening hours are from 13:00-17:00 on weekends and from 10:00-16:00 on weekdays. The exhibitions are closed on public holidays. We look forward to see you this summer 🙂

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

Undirbúningur fyrir rannsóknaverkefni ársins stendur yfir hjá okkur í Þekkingarsetrinu. Setrið var einn þeirra aðila sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja nýverið, til að vinna verkefnið Náttúrufræði og umhverfisvernd fyrir börn, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Reykjanes UNESCO Global Geopark.

Stoðstofnanir okkar, Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Hí á Suðurnesjum, fengu líka styrk úr sjóðnum svo ljóst er að nóg verður að gera á Garðveginum næstu mánuði.

Við færum úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs kærar þakkir fyrir styrkina sem koma sér að venju mjög vel.

Hér er hægt að lesa meira um styrkúthlutunina.