Undirbúningur fyrir rannsóknaverkefni ársins stendur yfir hjá okkur í Þekkingarsetrinu. Setrið var einn þeirra aðila sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja nýverið, til að vinna verkefnið Náttúrufræði og umhverfisvernd fyrir börn, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Reykjanes UNESCO Global Geopark.
Stoðstofnanir okkar, Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Hí á Suðurnesjum, fengu líka styrk úr sjóðnum svo ljóst er að nóg verður að gera á Garðveginum næstu mánuði.
Við færum úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs kærar þakkir fyrir styrkina sem koma sér að venju mjög vel.
Hér er hægt að lesa meira um styrkúthlutunina.