Sumarnámskeið í Þekkingarsetrinu

Skemmtileg námskeið fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára verða í boði í Þekkingarsetinu í júlí, líkt og síðasta sumar. Það eru enn laus pláss og við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst! Námskeiðin eru ókeypis og skráning fer fram hér.

Sumarið komið í Þekkingarsetrinu


Nú er sumarið komið í Þekkingarsetrinu en það byrjar ávallt með heimsóknum skólahópa. Í gær kom mjög áhugasamur útskriftarhópur frá leikskólanum Gimli sem dæmi en það verða alls 18 skólar sem heimsækja okkur næstu vikurnar.

Sumaropnun sýninga er hafin og eru þær opnar alla virka daga frá kl. 10-16 og frá kl. 13-17 um helgar.

Þróun raungreinabúða á Reykjanesi

GeoCamp Iceland hefur síðustu ár unnið að þróun raungreinabúða á Reykjanesi í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keili og Þekkingarsetrið. Vorið 2020 hlaut Þekkingarsetrið fjármagn úr ríkissjóði, í gegnum samning við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, til að vinna að eflingu þekkingarstarfsemi á Suðurnesjum og þá sérstaklega eflingu menntunar og áhuga barna og ungmenna á sviði náttúruvísinda. Ákveðið var að nýta stóran hluta fjármagnsins til áframhaldandi þróunar raungreinabúða á Reykjanesi sem hefur nú staðið yfir í setrinu síðan í byrjun september 2020. Sumarið 2021 er stefnt að prufukeyrslu raungreinabúðanna fyrir lítinn hóp nemenda sem hafa lokið 9. bekk. Þá verður einnig boðið upp á sumarnámskeið fyrir náttúrufræðikennara í grunn- og framhaldsskólum í ágúst, í samstarfi við Keili. Námskeiðið er styrkt af SEF – Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara. Tveir háskólanemar verða við sumarstörf í setrinu til að koma að framkvæmd raungreinabúðanna. Nánari upplýsingar um báða viðburði verða aðgengilegar hér þegar nær dregur.