Þekkingarsetrið og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum eru þátttakendur í Vísindavöku Rannís sem haldin verður föstudaginn 27. september frá kl. 17-20 í Háskólabíói. Nánar má lesa um hana hérna.
Í tilefni af vísindavökunni verður haldið Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu á fimmtudaginn, 26. september, kl. 20:00.
Erindið ber heitið: Grjótkrabbi og kræklingur – rannsóknarefni sem bragð er að! og hefst það með stuttri og lifandi kynningu á rannsóknum Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba og kræklingi. Grjótkrabbinn er nýr landnemi hér við land en allt frá 2007 hefur hann verið rannsakaður og fylgst með framvindu hans við Ísland. Kræklingurinn hefur hins vegar verið notaður undanfarin ár til rannsókna á mengun sjávar en hann hentar einstaklega vel sem mælitæki við slíkar rannsóknir. Eftir kynningu á líffræði og eiginleikum þessara ólíku tegunda fá gestir að bragða á þeim ásamt heimabökuðu brauði en Veitingahúsið Vitinn mun sjá um matreiðsluna. Við hvetjum alla til að mæta!