Franskir þingmenn heimsóttu Þekkingarsetrið

Jean-Baptiste_Charcot
Mánudaginn 16. september voru 77 ár liðin frá láti vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot, en rannsóknaskip hans Pourquoi pas? fórst við Íslandsstrendur árið 1936.

Axelle Lemaire, Jörundur Svavarsson prófessor við HÍ, Lionel Tardy og Marc Bouteiller sendiherra.
Axelle Lemaire, Jörundur Svavarsson prófessor við HÍ, Lionel Tardy og Marc Bouteiller sendiherra.

Í tilefni af því komu tveir þingmenn Frakka hingað til lands, Lionel Tardy og Axelle Lemaire. Þeir heimsóttu Þekkingarsetrið ásamt franska sendiherranum, Marc Bouteiller, og skoðuðu hjá okkur sýninguna Heimskautin heilla sem fjallar um líf og störf Charcot. Tardy er formaður vinahóps franskra og íslenskra þingmanna og Lemaire er þingmaður fyrir Frakka sem búsettir eru erlendis. Um kvöldið fóru svo fram fyrstu vinatónleikar fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar.