Fimmtudaginn 4. apríl komu góðir gestir í heimsókn til okkar í Þekkingarsetrið. Þar voru á ferð nemendur í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt tveimur kennurum. Þeir fengu kynningu á starfseminni í húsinu og þá sérstaklega rannsóknum á áhrifum mengunar í hafinu.