Rannsóknir á þorski standa yfir í Þekkingarsetrinu

Þorskseiðin komu frá tilraunaeldisstöðinni Stað við Grindavík
Þorskseiðin komu frá tilraunaeldisstöðinni Stað við Grindavík
Þær Sigríður Guðmundsdóttir frá fisksjúkdómadeild Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og Antonella Fazio vinna nú að rannsókn á þorskseiðum í Þekkingarsetrinu. Þorskurinn er sýktur með bakteríu sem veldur kýlaveikibróður og viðbrögð fisksins við sýkingunni svo rannsökuð.

Antonella Fazio
Antonella Fazio
Antonella er í framhaldsnámi í líffræði við Háskólann í Messina á Sikiley. Hún fékk Erasmus styrk til að dvelja í fjóra mánuði hér á landi við rannsóknastörf að Keldum og er Sigríður leiðbeinandi hennar.
Sigríður Guðmundsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir