Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024

Þekkingarsetrið hefur hlotið styrk til áframhaldandi kynningar- og markaðsherferðar vegna fróðleiksins Fróðleiksfúsi úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024. 

Þessa dagana vinnur setrið að þýðingu fróðleiksins á bæði pólsku og ensku og fær nú aðstoða heimabæjarins, Suðurnesjabæjar, til að þýða kynningar- og markaðsefni leiknum tengdum.

 

Fróðleiksfúsi er gagnvirk fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í Reykjavík

Við þökkum kærlega sýndan stuðning og óskum samferðafólki okkar og kollegum í Suðurnesjabæ innilega til hamingju með sína styrki.

Afhendingin að þessu sinni fór fram í hinu fagra Unuhúsi í Garði

www.thekkingarsetur.is/frodleiksfusi