Ársfundur samtaka þekkingarsetra fór fram á STÉTTINNI á Húsavík dagana 27. – 28. ágúst sl. en þar söfnuðust saman fulltrúar og forstöðumenn Þekkingarseturs Suðurnesja, Þekkingarnets Þingeyinga, Austurbrúar, Textílmiðstöðvar, Nýheima þekkingarseturs, Háskólafélags Suðurlands auk Þekkingarseturs Vestmannaeyja.
STÉTTIN er samfélag stofnana, fyrirtækja og einstaklinga á Húsavík sem starfa við nýsköpun, rannsóknir, þróun og þekkingarstarfsemi. Starfsemi STÉTTARINNAR er í gömlum húsum með nýrri tengibyggingu á milli, á Hafnarstétt 1-3 á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga má finna innan veggja samfélagsins og tóku fulltrúar einstaklega vel á móti sínum gestum.
Lagt var á ráðin með áframhaldandi gott og gjöfult samstarf starfshópa innan samtakanna og samtakana sjálfra í heild. Einnig var hugað að samningum við ráðuneyti og aðra samstarfsaðila en samtök þekkingarsetra hafa nú starfað frá apríl 2020. Þá voru heimsóttir ýmsir áhugaverðir staðir á Húsavík, sem iðar af lífi um þessar mundir.
Hægt er að fylgjast með störfum setranna og ýmsu fleira í gegnum hlekkina hér að neðan