Nú nýverið var tilkynnt um nýtt og spennandi samstarsfverkefni rannsóknarstöðva- og setra á heimskautasvæðunum tveimur. Hefst ver
Verkefnið nefnist POLARIN (Polar Research Infrastructure Network) og er stýrt af Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research í Þýskalandi en nýlega hélt stofnunin ráðstefnuna Gateway To The Arctic í Þekkingarsetrinu við góðar undirtektir. Verkefnið hefst formlega í dag, 1. mars 2024 en POLARIN er styrkt af Evrópusambandinu næstu fimm árin um alls 14,6 milljónir evra.
POLARIN er eina verkefni sinnar tegundar en verkefnið tekur til samstarf, rannsókna og vísinda á heimskautunum tveimur, innan eins ramma en slíkt samstarf hefur ekki tíðkast. Með þessu verkefni verður ástand beggja póla rannsakað í þaula og samstarf þar í milli tryggir niðurstöður sem aðstoða við framtíðarsýn og yfirsýn yfir ástand heimskautanna í ljósi loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á stoðkerfi jarðar og lífríki.
Fyrstu fundur verkefnisins fer fram í apríl í Bremerhaven í Þýskalandi og mun fulltrúi Þekkingarseturs Suðurnesja sækja þann fund.
Við erum einstaklega spennt að taka þátt í þessu frábæra verkefni og bendum áhugasömum á heimasíðu AWI þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um verkefnið.