Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024

Þekkingarsetrið hefur hlotið styrk til áframhaldandi kynningar- og markaðsherferðar vegna fróðleiksins Fróðleiksfúsi úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024. 

Þessa dagana vinnur setrið að þýðingu fróðleiksins á bæði pólsku og ensku og fær nú aðstoða heimabæjarins, Suðurnesjabæjar, til að þýða kynningar- og markaðsefni leiknum tengdum.

 

Fróðleiksfúsi er gagnvirk fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í Reykjavík

Við þökkum kærlega sýndan stuðning og óskum samferðafólki okkar og kollegum í Suðurnesjabæ innilega til hamingju með sína styrki.

Afhendingin að þessu sinni fór fram í hinu fagra Unuhúsi í Garði

www.thekkingarsetur.is/frodleiksfusi

Þekkingarsetrið tekur þátt í POLARIN

Nú nýverið var tilkynnt um nýtt og spennandi samstarsfverkefni rannsóknarstöðva- og setra á heimskautasvæðunum tveimur. Hefst ver

Verkefnið nefnist POLARIN (Polar Research Infrastructure Network) og er stýrt af Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research í Þýskalandi en nýlega hélt stofnunin ráðstefnuna Gateway To The Arctic í Þekkingarsetrinu við góðar undirtektir. Verkefnið hefst formlega í dag, 1. mars 2024 en POLARIN er styrkt af Evrópusambandinu næstu fimm árin um alls 14,6 milljónir evra.

POLARIN er eina verkefni sinnar tegundar en verkefnið tekur til samstarf, rannsókna og vísinda á heimskautunum tveimur, innan eins ramma en slíkt samstarf hefur ekki tíðkast. Með þessu verkefni verður ástand beggja póla rannsakað í þaula og samstarf þar í milli tryggir niðurstöður sem aðstoða við framtíðarsýn og yfirsýn yfir ástand heimskautanna í ljósi loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á stoðkerfi jarðar og lífríki.

Fyrstu fundur verkefnisins fer fram í apríl í Bremerhaven í Þýskalandi og mun fulltrúi Þekkingarseturs Suðurnesja sækja þann fund.

Við erum einstaklega spennt að taka þátt í þessu frábæra verkefni og bendum áhugasömum á heimasíðu AWI þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um verkefnið. 

 

Fyrsta útgáfa Fróðleiksfúsa afhent

 Mánudaginn 18.desember sl. fögnuðu útskriftarnemar tölvunarbrautar Háskólinn í Reykjavík, sem séð hafa um forritun á verkefninu okkar, FRÓÐLEIKSFÚSI, síðustu mánuði, vel unnum störfum með stórkoslegri kynningu fyrir gesti, prófdómara og leiðbeinendur.
Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar og (eins og nemendur kusu að kalla hann) Faðir Fróðleiksfúsa, var boðið og honum afhent fyrsta útgáfa af Fróðleiksfúsa. Þekkingarsetrið hlaut styrk úr samfélagssjóði HS Orka til að koma verkefninu á fjölda spjaldtölva til notkunar í Þekkingarsetrinu á næstu misserum.

Þökkum við Origo Ísland fyrir ráðgjöf og þjónustu sömuleiðis.

Óskum við þeim Önnu Rósu Ásgeirsdóttur, Finni Eiríkssyni, Kristínu Þórðardóttur og Þóreyju Ósk Árnadóttur innilega til hamingju með framúrskarandi kynningu, lokaverkefni, gjöfult og gott samstarf og hlökkum til að þróa heim Fróðleiksfúsa áfram um ókomin ár. Einnig þökkum við JÖKULÁ fyrir frábært samstarf í hönnunarferlinu og hlökkum til frekara samstarfs á komandi árum.
Fróðleiksfúsi verður formlega kynntur til leiks í Þekkingarsetrinu í janúar 2024 og verður það auglýst fljótlega. 
Verkefnið fékk styrkt til þróunar og framleiðslu úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir árið 2023