Umsóknarfrestur er 28.11.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Evrópuverkefnið, POLARIN en verkefnið býður upp á þverþjóðleg tækifæri fyrir vísindasamfélagið til að nýta sér aðstöðu alls 49 rannsóknasetra sem dreifast yfir heimskautasvæðin tvö til rannsókna og vinnustofudvalar.
Vinnustofudvölin og fyrirkomulag rannsóknarstarfsins getur bæði verið í formi fjar- og/eða staðbundinni rannsóknarvinnu eða blöndu af hvoru tveggja. Hægt er að nálgast lista yfir þær rannsóknarstöðvar sem í boði er að sækja um aðgengi að og kynna sér allar helstu upplýsingar í gegnum þennan hlekk.
Umsóknir í þverþjóðlega vinnustofudvöl POLARIN þurfa að taka til greina eða tengjast að minnsta kosti einu af neðangreindum viðfangsefnum:
- Hafís og heimskauta höf í loftslagslagskerfinu
- Ísbreiður á heimskautum, jöklar og sjávarmál
- Sífreri og kolefnishringrás í jörðu
- Vistkerfi á heimskautum og líffræðilegur fjölbreytileiki
- Gangverk andrúmslofts og efnafræði
- Fornloftslags ferli og breytileiki
- Mannveran, samfélög og hnattrænar breytingar
Umsóknir skulu sendar í gegnum TAP (Transnational Access Platform) hjá POLARIN fyrir 28.11.24 klukkan 16.00 á CET (þ.e. 14.00 á staðartíma). Niðurstöður verða þá aðgengilegar í TAP um miðjan mars á næsta ári, 2025.
Umsækjendum er boðið á fjarfund þann 21.10.24 klukkan 12.30 – 13.30 á íslenskum tíma en á fundinum verður ítarlega farið yfir upplýsingar og tækifæri og tími gefinn til fyrirspurna. Hér er hlekkur á Zoom fundinn.
POLARIN er styrkt af Evrópusambandinu og stuðlar að öflugu og alþjóðlegu netverki rannsóknasetra á heimskautunum tveimur. Verkefnið mun standa yfir í alls fimm ár (frá mars 2024 til febrúar 2029) og mun einblína á þær vísindalegu áskoranir á heimskautasvæðunum með því að bjóða fram samþætta og háþróaða aðstöðu til rannsókna í margvíslegum rannsókna stöðvum, rannsóknarskipum, ísbrjótum, á eftirlits stöðum og gagnaverum, svo eitthvað sé nefnt.
Við hvetjum íslenskt vísindasamfélag til að kynna sér málið og sækja um fyrir sitt verkefni en Þekkingarsetrið er stoltur aðili að POLARIN verkefninu sem rannsóknasetur á Íslandi.