Halló Húsavík!

Ársfundur samtaka þekkingarsetra fór fram á STÉTTINNI á Húsavík dagana 27. – 28. ágúst sl. en þar söfnuðust saman fulltrúar og forstöðumenn Þekkingarseturs Suðurnesja, Þekkingarnets Þingeyinga, Austurbrúar, Textílmiðstöðvar, Nýheima þekkingarseturs, Háskólafélags Suðurlands auk Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

STÉTTIN er samfélag stofnana, fyrirtækja og einstaklinga á Húsavík sem starfa við nýsköpun, rannsóknir, þróun og þekkingarstarfsemi. Starfsemi STÉTTARINNAR er í gömlum húsum með nýrri tengibyggingu á milli, á Hafnarstétt 1-3 á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga má finna innan veggja samfélagsins og tóku fulltrúar einstaklega vel á móti sínum gestum.

Lagt var á ráðin með áframhaldandi gott og gjöfult samstarf starfshópa innan samtakanna og samtakana sjálfra í heild. Einnig var hugað að samningum við ráðuneyti og aðra samstarfsaðila en samtök þekkingarsetra hafa nú starfað frá apríl 2020. Þá voru heimsóttir ýmsir áhugaverðir staðir á Húsavík, sem iðar af lífi um þessar mundir.

Hægt er að fylgjast með störfum setranna og ýmsu fleira í gegnum hlekkina hér að neðan

 

 

 

 

 

 

Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024

Þekkingarsetrið hefur hlotið styrk til áframhaldandi kynningar- og markaðsherferðar vegna fróðleiksins Fróðleiksfúsi úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2024. 

Þessa dagana vinnur setrið að þýðingu fróðleiksins á bæði pólsku og ensku og fær nú aðstoða heimabæjarins, Suðurnesjabæjar, til að þýða kynningar- og markaðsefni leiknum tengdum.

 

Fróðleiksfúsi er gagnvirk fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í Reykjavík

Við þökkum kærlega sýndan stuðning og óskum samferðafólki okkar og kollegum í Suðurnesjabæ innilega til hamingju með sína styrki.

Afhendingin að þessu sinni fór fram í hinu fagra Unuhúsi í Garði

www.thekkingarsetur.is/frodleiksfusi

Þekkingarsetrið tekur þátt í POLARIN

Nú nýverið var tilkynnt um nýtt og spennandi samstarsfverkefni rannsóknarstöðva- og setra á heimskautasvæðunum tveimur. Hefst ver

Verkefnið nefnist POLARIN (Polar Research Infrastructure Network) og er stýrt af Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research í Þýskalandi en nýlega hélt stofnunin ráðstefnuna Gateway To The Arctic í Þekkingarsetrinu við góðar undirtektir. Verkefnið hefst formlega í dag, 1. mars 2024 en POLARIN er styrkt af Evrópusambandinu næstu fimm árin um alls 14,6 milljónir evra.

POLARIN er eina verkefni sinnar tegundar en verkefnið tekur til samstarf, rannsókna og vísinda á heimskautunum tveimur, innan eins ramma en slíkt samstarf hefur ekki tíðkast. Með þessu verkefni verður ástand beggja póla rannsakað í þaula og samstarf þar í milli tryggir niðurstöður sem aðstoða við framtíðarsýn og yfirsýn yfir ástand heimskautanna í ljósi loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á stoðkerfi jarðar og lífríki.

Fyrstu fundur verkefnisins fer fram í apríl í Bremerhaven í Þýskalandi og mun fulltrúi Þekkingarseturs Suðurnesja sækja þann fund.

Við erum einstaklega spennt að taka þátt í þessu frábæra verkefni og bendum áhugasömum á heimasíðu AWI þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um verkefnið.