Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði

Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri ÞS tók við styrknum við hátíðlega athöfn í Hljómahöll þann 17.janúar sl. 

Árið fer vel af stað í Þekkingarsetri Suðurnesja en nú nýverið hlaut setrið styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ þann 17. janúar sl.

Þekkingarsetrið hlaut alls 1,5 m.kr. til að koma verkefninu af stað en verkefnið og aðstaðan verður kynnt innan sem utan allra háskóla á Íslandi á komandi misserum. Þekkingarsetur Suðurnesja hefur til margra ára verið leiðandi í fræðslu til skólahópa á öllum skólastigum í verklegri sem og bóklegri kennslu á sviði náttúruvísinda.

Markmið Háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja er að auka áherslu á þjónustu við háskólanema á Suðurnesjum, bæði hvað varðar námsaðstöðu en einnig nýjar leiðir í vettvangsnámi sem háskólar landsins geta nýtt fyrir framhaldsnema í náttúrufræðum og tengdum greinum.

Við hlökkum til að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu og hvetjum alla íbúa Suðurnesja, sem og aðra að kynna sér háskólanám sem í boði er á landinu. Af nægu er að taka.

 

Rjúpur koma sér fyrir í Grindavík

Mynd úr safni (Sölvi Rúnar Vignisson tók)

Undanfarin misseri hefur fuglalíf í Grindavík og nágrenni tekið stakkaskiptum. Fjölbreyttar tegundir sjást í mun meira mæli en áður og á fjölbreyttari stöðum. Í Sölvi Rúnar Vignisson, líf- og fuglafræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja var tekin tali á RÚV, þar sem hann ræðir ástæður sem liggja að baki þessari miklu breytingu en rjúpur hafa einnig sést í auknu mæli í nágrenni Þekkingarseturs Suðurnesja. Fréttina má lesa hér 

Sölvi Rúnar við störf sín

 

Frumkvöðlahraðall HÍ fyrir konur

Við vekjum athygli á því að opið sé fyrir umsóknir um frumkvöðlahraðalinn AWE – fyrir konur. Umsóknarfrestur er til 6. janúar nk.

Nánar má lesa um hraðalinn á vef HÍ, https://www.hi.is/frettir/taktu_thatt_i_awe_frumkvodlahradlinum_fyrir_konur

Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru á Teams en einnig verður staðlota á Hvanneyri og heimsókn í fyrirtæki undir forystu kvenna á Suðurnesjum. Við vekjum athygli á því að ferðastyrkir eru í boði fyrir konur af landsbyggðinni sem taka þátt

Hægt er að skrá sig til þátttöku á vef hraðalsins, https://awe.hi.is/ .