Sýningar Þekkingarsetursins opna aftur 2.maí nk.!

Þriðjudaginn 2.maí nk. opna sýningar Þekkingarsetursins að nýju fyrir almenning.

Jörundur Svavarsson, Sophie Jacob og Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands

Sýningarnar trekkja árlega að alþjóðlega blöndu gesta á öllum aldri en á sýningunum er að finna ýmislegt sem kætir hug og hjörtu ungra sem aldna.

Nýjum sýningarmunum hefur þá verið bætt við sýninguna Heimskautin heilla, sem segir frá lífi, starfi og örlögum franska skipstjórans Jean-Baptiste Charcot og rannsóknarskipsins Pourquoi-Pas? en það var barnabarnabarnabarn Charcot sem færði sýningunni nýja muni í mars sl. við hátíðlega athöfn.

Nature Gallery

Náttúrugripasýning okkar, sem hefur verið staðsett í húsinu í nær 30 ár eflist einnig við hvert ár og vinnum við nú að gagnvirka fræðsluleiknum Fróðleiksfúsi sem verður komið þar fyrir á þessu ári en verkefnið hefur hlotið styrk frá bæði Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og er vinna í fullum gangi. Auk þess hafa ýmsir fiskar og ótal fuglaegg bæst við safnið að undanförnu.

Þangálfarnir heilsa svo gestum á jarðhæðinni þar sem sýningin Huldir heimar hafsins tekur völdin. 

Sumarið okkar hér í setrinu hefst sannarlega með opnuninni og  heimsóknum skólahópa í maí og júní en árlega tekur Þekkingarsetrið á móti  um þúsund börnum á vordögum frá ýmsum löndum en mest megnis Íslandi.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur sýningar Þekkingarseturs hér á heimasíðu okkar og hlökkum til að sjá ykkur í sumar!