Menningarstyrkur Suðurnesjabæjar afhentur í annað sinn

Menningarstyrkir Suðurnesjabæjar voru afhentir við hátíðlega athöfn í setrinu okkar í vikunni og vorum við svo lánsöm að hljóta styrk vegna kynningar- og markaðsherferðar á verkefni okkar FRÓÐLEIKSFÚSI sem einnig hlut veglegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir skömmu.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum styrkhöfum innilega til hamingju og þökkum innlitið. Við hlökkum svo mikið til að fræða ykkur nánar um verkefnið okkar: Fróðleiksfúsi, sem er nú í fullri vinnslu.

Gleðilegt sumar og góða helgi 🥰