Fugladauði vekur furðu

Sölvi Rúnar. Mynd//Steingrímur Dúi hjá Vísir.is

Undanfarið hefur gríðarlegur fjöldi fugla fundist dauður í fjörum víðsvegar um land. Mikið erum að lundar og ritur finnist dauðar í Faxaflóa og vekur það undrun og furðu sérfræðinga þegar raunin er að ákveðnar fuglategundir finnist jafnvel dauðar utan þess svæðis sem þær halda sig eða verpa á.

Vegna þessa var fuglafræðingur Þekkingarseturs Suðurnesja, Sölvi Rúnar Vignisson, tekinn tali vegna málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi en þar lýsir hann áhyggjum sínum af þessu og kafar ofan í saumana. Viðurkennir Sölvi að hann hafi aldrei séð svona mikinn fjölda dauðra fugla á þessum árstíma áður.