Líf- og umhverfisfræðingar Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturland tóku þátt í mjög vel heppnaðri starfskynningu sem Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar, ásamt náms- og starfsráðgjöfum, stóðu fyrir í gær.
Starfskynningin er liður í átaksverkefni til eflingar menntunar á Suðurnesjum og þar fá nemendur í 9. og 10. bekk á Suðurnesjum tækifæri til þess að fræðast um hina ýmsu starfsvettvanga með því að ganga á milli bása og spyrja spurninga.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru krakkarnir mjög áhugasöm um störf líf- og umhverfisfræðinganna.