Á morgun, laugardaginn 18. apríl kl. 10, mun Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, einnar stoðstofnanna Þekkingarsetursins, ásamt Gísla Má Gíslasyni, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, leiða áhugasama um kræklingafjöru í Hvalfirði og kokka upp veitingar í fjörunni.
Hist verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10 á laugardag þar sem boðið verður upp á stutta fræðslustund. Í framhaldinu verður ekið í halarófu á einkabílum upp í Hvalfjörð þar sem kræklingi verður safnað. Áætlað er að ferðin taki um þrjár klukkustundir.
Ferðin er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna sem er undirfélag Ferðafélags Íslands og því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér í Hvalfjörðinn.
Nánar upplýsingar um viðburðinn má finna hér.