3. bekkur Sandgerðisskóla kom í dag í Þekkingarsetrið með kuðunga og skeljar sem þau fundu í Sandgerðisfjöru. Þau suðu, hreinsuðu og flokkuðu kuðunganna sem svo verða notaðir í listaverk. Krakkarnir fengu fræðslu um nákuðunga, klettadoppur og þangdoppur og svo var farið í þangálfaleit.
Heimsóknin er hluti af samstarfsverkefni Sandgerðisbæjar með finnska sveitarfélaginu Mänttä-Vilppula, sem er styrkt af Comenius Regio hluta Menntaáætlunar ESB. Markmið verkefnisins er að tengja betur saman skóla og stofnanir sveitarfélaganna með sérstaka áherslu á náttúrufræði og listir. Grunnskólinn og leikskólinn í Sandgerði, Rannsóknasetur Hí á Suðurnesjum, Náttúrustofa Suðvesturlands og Listatorg eru þátttakendur í verkefninu auk Þekkingarsetursins.