Nú erum við loksins farin að flokka sorpið sem til fellur á Garðveginum, líffræðingunum okkar til mikillar ánægju eins og sjá má á meðfylgjandi mynd 🙂
Við tókum upp svokallað tveggja tunnu kerfi með litlum tilkostnaði og sjáum fram á að kostnaður vegna sorphirðu lækki þar sem ekki þarf að greiða fyrir það sem fer í endurvinnslutunnuna.
Í aðra tunnuna fer það sem hægt er að endurvinna – pappi, plast og málmur og í hina tunnuna fer allt hitt. Það var mjög lítið mál að koma þessu í framkvæmd og hvetjum við öll fyrirtæki til að gera slíkt hið sama!