Undanfarinn mánuð höfum við fengið hvorki meira né minna en 18 skólahópa í heimsókn til okkar í Þekkingarsetrið.
Krakkarnir sem heimsóttu okkur voru á breiðu aldursbili, þau yngstu á leikskólaaldri en þau elstu sem komu til okkar voru í 9. bekk.
Þrátt fyrir ólík skólastig gerðu krakkarnir nokkurn veginn það sama og vekja verkefnin og sýningarmunirnir hér í setrinu alltaf jafn mikla kátínu, sama hversu gömul börnin eru.
Nemendurnir gengu héðan út með bros á vör og vonuðust margir til þess að geta komið aftur seinna. Á meðfylgjandi myndum má sjá krakkana við leik og störf.