Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

Styrkjum var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í síðustu viku og fengu Þekkingarsetrið og Náttúrustofa Suðvesturlands sitt hvorn styrkinn fyrir spennandi verkefnum sem unnið verður að á næsta ári. Færum við úthlutunarnefnd sjóðsins kærar þakkir fyrir stuðninginn.

IMG_0148

Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, og Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, við styrkúthlutunina.

Hér má lesa um þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni.