Mikið var um að vera í Þekkingarsetri Suðurnesja síðastliðinn föstudag þegar ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Hí var haldinn þar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, setti fundinn sem um 50 manns sóttu. Áhugaverð erindi voru flutt og að þeim loknum undirrituðu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ og Kristín Ingólfsdóttir rektor, samning um Rannsóknasetur HÍ.
Rögnvaldi voru afhent blóm frá starfsfólki á Garðveginum að fundi loknum en hann mun láta af störfum í lok árs, eftir meira en 40 ára starf við Háskóla Íslands.