Opinn dagur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja á Sandgerðisdögum

Í tilefni Sandgerðisdaga verður opið hús hjá Þekkingarsetri Suðurnesja laugardaginn 30. ágúst.

Dagskrá laugardaginn 30. ágúst

Lifandi sjávardýr verða  til sýnis sem gestir geta skoðað í návígi og jafnvel fengið að halda á ef þeir þora!

Allan daginn verður boðið upp á skoðunarferðir um húsnæði Þekkingarsetursins.

Kl. 15:00 – Sjávardýrunum gefið að borða.

Þekkingarsetrið býður einnig upp á skemmtilegan ratleik um nágrenni Sandgerðisbæjar fyrir alla aldurshópa. Ratleikurinn tekur um klukkustund og glaðningur er í boði fyrir þá sem ná að ljúka honum.

Opnunartími á Sandgerðisdögum

Mánudag til föstudag frá kl. 10:00-16:00
Laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00 – ókeypis aðgangur