Hin árlega sölvaferð var farin síðasta sunnudag í dásemdar veðri. Sölin voru einstaklega falleg og bragðgóð þetta árið. Einnig voru tínd marinkjarni (wakame) og purpurahimna (nori) sem einnig eru afbragðs matþörungar.
Bestu þakkir til þeirra sem mættu fyrir frábæra ferð.