Ljósmyndasýningin Garðvegur 1 – Arfur breyttrar verkmenningar

Garðvegur 1Þekkingarsetur Suðurnesja mun í lok sumars setja upp ljósmynda- og sögusýninguna Garðvegur 1 – Arfur breyttrar verkmenningar. Húsnæði Þekkingarsetursins á Garðvegi 1 í Sandgerði hefur mikla sögu að geyma og á sýningunni er saga hússins sögð í máli og myndum. Í dag eru þar ásamt Þekkingarsetrinu, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofa Suðvesturlands, en í gegnum árin hefur ýmis starfsemi verið í húsinu. Upphaflega var það byggt sem frystihús og þjónaði þeim tilgangi í áratugi.

Ef einhverjir eiga gamlar ljósmyndir af húsnæðinu eða starfseminni á Garðvegi 1 og hafa áhuga á að þær verði hluti af sýningunni mega þeir endilega senda þær á netfangið thekkingarsetur@thekkingarsetur.is ásamt upplýsingum um myndefni og ljósmyndara.

Sýningin er hluti af dagskrá Evrópska menningarminjadagsins og sett upp í samstarfi við Minjastofnun Íslands. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja gerði Þekkingarsetrinu kleift að setja upp sýninguna með því að veita styrk til vinnslu hennar. Sýningin opnar á Sandgerðisdögum laugardaginn 29. ágúst kl. 13 og verður aðgangur ókeypis.