Kortlagning sílamáfavarps á Miðnesheiði

Síðustu vikur hafa líffræðingar Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturlands unnið að kortlagningu sílamáfavarpsins á Miðnesheiði.
IMG_1110
IMG_1115
Vinnan er hluti af verkefninu Samfélagsvísindi á Suðurnesjum sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, og hefur það að markmiði að gefa almenningi tækifæri til að taka þátt í raunverulegum rannsóknum. Einn slíkur viðburður var haldinn um síðustu helgi þegar nokkrir vaskir Suðurnesjabúar tóku þátt í talningunni með okkur.

IMG_1101
Stærsta varpsvæði sílamáfsins á Íslandi er á Miðnesheiðinni en langt er síðan það var kortlagt síðast. Því verður mjög spennandi að sjá niðurstöður verkefnisins. Við þökkum þátttakendum í verkefninu kærlega fyrir aðstoðina.

IMG_1109