Rannsókn á áhrifum umhverfis og lýðfræði á farhætti tjalda

Síðustu ár hefur Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi unnið að rannsókn á áhrifum umhverfis og lýðfræði á farhætti tjalda í samstarfi við Þekkingarsetur Suðurnesja. Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá setrinu, sér um rannsóknina hér.

Litmerktur Tjaldur 2017 NY-W(AA)-3037

Í rannsókninni felst að merkja og fylgjast með öllum tjöldum á Suðurlandi, Suðurnesjum og nokkrum fleiri stöðum á landinu. Þetta er gert í þeim tilgangi að bera saman þá tjalda sem eru staðfuglar og hina sem eru farfuglar, með tilliti til varpárangurs.

Búið er að taka saman vetrarsvæði tjalda frá Suðurnesjum og farleiðir þeirra og má sjá dæmi um þær á meðfylgjandi kortum.

Par frá Ásgarði Tjaldar úr pari sem verpti í hestabeithaga við Ásgarð, flugu til Írlands og eyddu vetri í hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru.
Par frá Ásgarði
Tjaldar úr pari sem verpti í hestabeithaga við Ásgarð, flugu til Írlands og eyddu vetri í hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru.
Hér sjást vetrarsvæði og grófar farleiðir (bein loftlína) tjalda sem urpu (gul lína) á Suðurnesjum ásamt klöktum ungum (bleik lína). Takið eftir þeim fuglum sem þreyja þorran í Hvalfirði og í Reykjavík að vetri.
Hér sjást vetrarsvæði og grófar farleiðir (bein loftlína) tjalda sem urpu (gul lína) á Suðurnesjum ásamt klöktum ungum (bleik lína). Takið eftir þeim fuglum sem þreyja þorran í Hvalfirði og í Reykjavík að vetri.
Hér sjást þeir tjaldar sem völdu að yfirgefa Ísland yfir vetrartíman.
Hér sjást þeir tjaldar sem völdu að yfirgefa Ísland yfir vetrartíman.