Heimsóknir skólahópa 2018

Í sumar hefur verið mikið líf og fjör hjá okkur í Þekkingarsetrinu, en á einum mánuði fengum við til okkar 25 skólahópa með rúmlega 1.200 flottum krökkum. Þeir voru á breiðu aldursbili, allt frá börnum sem eru á síðasta árinu í leikskóla upp í unglinga í 9. bekk.
20180529_121635
Þegar við fáum skólahóp í heimsókn er fyrirkomulagið yfirleitt svipað óháð aldri nemenda. Hóparnir byrja ferðina á að fara annað hvort í Garðskagafjöru eða Sandgerðistjörn til að safna sýnum þaðan. Þegar inn í Þekkingarsetrið er komið skiptum við krökkunum í hópa þar sem þeir fá að skoða sýnin í víðsjám, fara í ratleiki um húsið og hlusta á sögu um franska vísindamanninn og heimskautafarann Jean- Baptiste Charcot. Eldri nemendur prófa gjarnan að greina sýnin sem þeir söfnuðu með sérstökum greiningarlyklum.
20180529_121916
Allir krakkarnir sem komu voru skólunum sínum til fyrirmyndar og virtust hafa mjög gaman af heimsókninni í Þekkingarsetrið. Við þökkum þeim og kennurunum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá þá aftur hér síðar.
20180530_113212(0)