Við hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrurstofu Suðvesturlands ætlum kl 17:00 í dag að bjóða gestum og gangandi upp á þaragrillaðan krækling í tilefni Jarðvangsvikunnar.
Kræklingurinn er í boði Íslandsskeljar sem ræktar krækling á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt í Faxaflóa og Hvalfirði.