Fjölmenni í þaragrillveislu Þekkingarsetursins

P1000723

Veðrið lék svo sannarlega við gesti Þekkingarsetursins á föstudaginn þegar við þaragrilluðum krækling frá Íslandsskel í Reykjanesbæ.

P1000692

Kræklingurinn bragðaðist einstaklega vel og kunnu bæði ungir og eldri vel að meta.

P1000720P1000695

Einnig voru á boðstólnum fersk söl og purpurahimna. Purpurahimna er mest borðaði matþörungur í heimi en flestir þekkja hana sem nori sem notað er í sushi-gerð. Hún vex í fjörum landsins yfir sumartímann og bragaðst vel bæði fersk og þurrkuð.

P1000748

Til að toppa annars frábæra stemningu dró einn gesturinn fram harmónikku og má svo sannarlega segja að hann hafi slegið í gegn.

P1000743

Þekkingarsetrið vil þakka öllum sem tóku þátt í þessum skemmtilega degi með okkur.