Jarðvangsvika í Þekkingarsetrinu

Þekkingarsetrið verður með tvo viðburði í tilefni jarðvangsviku Reykjanes jarðvangs sem haldin verður í þriðja sinn dagana 25.-30. maí.

Miðvikudaginn 27. maí kl. 17:00 munu börn úr 7. bekk Sandgerðisskóla lesa upp úr bók Selmu Hrannar Maríudóttur, Rassaköst á Reykjanesi.

Föstudaginn 29. maí kl. 17:00 verður kveikt upp í þaragrillinu og gestum boðið upp á grillaðan krækling og fleira góðgæti úr fjörunni.

dagskrá jarðvangsviku 2015