Skemmtilegt og áhugavert erindi var flutt í Þekkingarsetrinu í gær. Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur, fjallaði um hjátrú og drauma sem tengjast hinum ýmsu fyrirbærum náttúrunnar. Símon hefur gefið út margar bækur um bæði hjátrú og draumráðningar.
Vissuð þið til dæmis að ef sængin manns er fyllt eingöngu af rjúpnafiðri þá getur maður ekki dáið? Og að ef köttur situr með aðra afturlöppina beint upp í loftið þá er von á gestum?
Erindið var vel sótt og vakti lukku meðal þátttakenda.
Næsta námskeið Þekkingarsetursins í samstarfi við MSS verður miðvikudaginn 6. nóvember en þá mun Stebbi á Vitanum fara yfir grunnatriðin í matreiðslu sjávarfangs. Skráning stendur yfir hér og athugið að fjöldatakmörkun er á námskeiðið.