Miðvikudaginn 23. október fengum við í Þekkingarsetrinu sérstaklega góða gesti í heimsókn þegar alþingismenn Suðurkjördæmis voru á ferðinni. Sjö þeirra koma héðan af Suðurnesjum og þar af einn ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Alþingismennirnir fengu kynningu á starfsemi setursins og skoðunarferð um rannsóknaaðstöðuna okkar og sýningar en nú stendur meðal annars yfir rannsókn á vegum Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum á bleikju og laxi.
Þingmennirnir létu vel af heimsókninni og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Fleiri myndir má sjá hérna.