Alþingismenn Suðurkjördæmis í heimsókn

P1000120
Miðvikudaginn 23. október fengum við í Þekkingarsetrinu sérstaklega góða gesti í heimsókn þegar alþingismenn Suðurkjördæmis voru á ferðinni. Sjö þeirra koma héðan af Suðurnesjum og þar af einn ráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
P1000123
Alþingismennirnir fengu kynningu á starfsemi setursins og skoðunarferð um rannsóknaaðstöðuna okkar og sýningar en nú stendur meðal annars yfir rannsókn á vegum Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum á bleikju og laxi.

Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum, sýnir gestunum grjótkrabba.
Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum, sýnir gestunum grjótkrabba.

Þingmennirnir létu vel af heimsókninni og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Fleiri myndir má sjá hérna.
Sigríður Guðmundsdóttir hjá  Fisksjúkdómadeildinni að Keldum sagði frá rannsókn sinni.
Sigríður Guðmundsdóttir hjá Fisksjúkdómadeildinni að Keldum sagði frá rannsókn sinni.