Þekkingarsetrið tekur nú þátt í samstarfsverkefni sem Sandgerðisbær hlaut Comenius Regio styrk til að vinna. Verkefnið er til tveggja ára og hófst í október með heimsókn átta Finna hingað, en finnska sveitarfélagið Mänttä-Vilppula er samstarfsaðili í verkefninu.
Verkefnið kallast Development of curricula and teacher training og snýr að þróun námskráa, kennsluefnis og þjálfunar fyrir kennara í náttúrufræðum og listgreinum. Markmið verkefnisins er að tengja saman skóla og hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki bæjarfélaganna á þessum sviðum.