Starfsgreinakynning heldur áfram að vekja lukku

Starfsgreinakynning sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) fór fram í Blue-höllinni við Sunnubraut í Reykjavnesbæ þann 26. september sl. en Þekkingarsetur Suðurnesja hefur séð um verkefnastjórnun henni tengdri um áraraðir.

Yfir 100 starfsgreinar frá öllum hornum atvinnulífsins kynntu starfsemi sína fyrir nemendum 8. og 10. bekkjar allra grunnskóla Suðurnesjanna, auk valinna gesta m.a. úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Kynning er liður í sóknaráætlun Suðurnesja og er öflugt verkfæri til að hvetja ungt fólk í landshlutanum til að tengjast og kynnast ýmsum tækifærum á vinnumarkaði.