Glæsileg viðbót við Heimskautin heilla

Þekkingarsetrinu barst á dögunum glæsileg viðbót við sýninguna Heimskautin heilla. Hermann Jónasson, fyrrverandi lögreglustjóri og forsætisráðherra, fékk málverk af Jean-Baptiste Charcot að gjöf frá listmálaranum sjálfum um það leyti sem rannsóknaskip Charcot fórst við strendur Íslands árið 1936. Málverkið er tölusett og áritað til Hermanns.

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, sagði sögu málverksins.
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, sagði sögu málverksins.

Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrverandi forsætisráðherra, fékk verkið síðar frá föður sínum og hefur það verið í eigu fjölskyldu hans í áratugi. Föstudaginn 6. júní afhenti Edda Guðmundsdóttir, ekkja Steingríms, Þekkingarsetrinu verkið til varðveislu og eru meðfylgjandi myndir frá viðburðinum.
Edda Guðmundsdóttir afhjúpaði verkið með aðstoð Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Þekkingarsetursins
Edda Guðmundsdóttir afhjúpaði verkið með aðstoð Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Þekkingarsetursins

Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa glæsilegu viðbót við sýninguna.
Guðmundur og Edda móðir hans.
Guðmundur og Edda móðir hans.